Helstu verkefni stjórnar
Stjórn IÐUNNAR fundaði samtals sex sinnum á starfsárinu. Starfsnefnd stjórnar fundaði samtals 6 sinnum á milli stjórnarfunda. Starfsnefnd stjórnar skipa þau Finnbjörn Hermannsson, Guðrún Birna Jörgensen, Georg Páll Skúlason, Eyjólfur Bjarnason auk framkvæmdastjóra og fjármálastjóra.
Helstu verkefni stjórnar á liðnu starfsári voru eftirfarandi:
Skiptireglur félagsins voru staðfestar. Skiptireglan byggir á tekjum sviða, fjölda starfsfólks á hverju sviði og húsnæðisprósentu.
Vinnustaðagreining starfsfólks IÐUNNAR var framkvæmd í desember 2018. Niðurstöður greiningarinnar komu vel út, starfsánægja mældist 4,58 af 5 mögulegum.
Rafræn miðlun. IÐAN hefur fjárfest í tækjabúnaði og útbúið upptökuherbergi fyrir vinnslu rafrænum námskeiðum. Markmiðið IÐUNNAR er að vera sjálfbær um vinnslu og miðlun á rafrænu kennsluefni.
Fagháskólanám. Fulltrúar stjórnar IÐUNNAR taka þátt í skipulagi fagháskólanáms ásamt framkvæmdastjóra.
Íslandsmót iðngreina. IÐAN tók þátt í Íslandsmóti iðngreina sem fór fram dagana 14. – 16. mars 2019. Keppt var í 28 greinum og þátttakendur voru samtals um 200. Gestir á Íslandsmótinu voru um 6700.
Úttekt á gæðum fræðslustarfs IÐUNNAR fræðsluseturs var framkvæmd í byrjun árs 2019. Niðurstaða úttektarinnar var að starfsemin er afar vel skipulögð. Skráningarsíða og gagnabanki er til mikillar fyrirmyndar. Aðstaða er mjög góð fyrir námskeið og starfsfólk. Sjálfsmat IÐUNNAR og gæðaeftirlit uppfyllir allar kröfur EQM og EQM+ sem eru miklar.
Fyrirtækjastyrkir. Stjórn samþykkti að styrkja túlkaþjónustu þegar hún er hluti af námskeiðskostnaði.
Umhverfisstefna IÐUNNAR var til umræðu í stjórn. Áherslur umhverfisstefnu IÐUNNAR er að flokka allt sorp og kaupa umhverfisvænar vörur. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla starfsmanna og gesti.
Verkin tala. Vefurinn nám og störf.is er kominn í loftið og búið er að setja inn allt efni frá samstarfsaðilum að rafiðnaðinum undanskildum, stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu í sumar og formleg opnun síðunnar í október 2019.
Euro Skills í Gratz 2020. Þátttakendum frá Íslandi á Euro Skills 2020 mun fjölga og styður stjórn IÐUNNAR við að unnið verði vel að kynningarmálum í tengslum við keppnina og munu starfsmenn frá IÐUNNI taka þátt í því starfi.
GDPR – persónuverndarstefna IÐUNNAR. Persónuverndarstefna hefur verið innleidd fyrir IÐUNA.