image description

Ýmis verkefnavinna
Erasmus+ námsmannaskipti

Eins og fyrri ár eru þrjú verkefni í gangi sem standa að námsmannskiptum IÐUNNAR; ICE-APPS I sem lauk í maí 2019. ICE-APPS II verkefnið er hálfnað og þriðja verkefnið ICE-APPS III byrjaði í júní 2019.  Á þessu starfsári 2018-2019 hafa um 22 iðnnemar, nýsveinar og starfsmenn IÐUNNAR farið til átta landa; Austurríkis, Þýskalands, Danmörku, Noregs, Bretlands, Noregs, Svíþjóðar og Frakklands í matreiðslu, bakstri, húsasmíði, málmsuðu, hársnyrtiiðn, gull-og silfursmíði ásamt úrasmíði.  Á sama tíma tókum IÐAN á móti 48 evrópskum iðnnemum, kennurum og fagmönnum frá Þýskalandi, Frakklandi, Norður Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku í matreiðslu, framreiðslu, bakstri, hársnyrtiiðn og húsasmíði.

Hægt er að fylgjast með Erasmus+ ferðum iðnnema og nýsveina á Facebook síðu okkar – Ævintýri í Evrópu.

Erasmus+ Námsferðir IÐUNNAR fræðsluseturs

Af námsferðum starfsmanna IÐUNNAR og tengdra aðila má nefnda að í maí 2019 fór vaskur hópur frá IÐUNNI til Islands og Highlands háskólans í Aberdeen í Skotlandi. Tilgangur ferðarinnar var að skoða hvernig umræddur skóli hefur byggt upp og þróað fagháskólanám og hvernig skólinn hefur nýtt sér fjarkennslu með markvissum hætti til að ná til fólks sem býr í dreifbýli. Í apríl 2019 fóru fræðslufulltrúar IÐUNNAR í námsferð til Helsinki, gestgjafinn var fræðsludeild Helsinkiborgar sem hafa verið samstarfsfélagar IÐUNNAR til margra ára. Fræðsludeildin sá um að skipuleggja dagskrá þar sem meðal annars var fjallaði um nýtt fyrirkomulag starfsnáms í Finnlandi. Að lokum þá fór verkefnisstjóri málm- og véltæknisviðs til The Welding Institute, í Bretlandi, þar hefur hann verið að viða að sér aukna þekkingu og færni í málmsuðu.

Erasmus+ Tilrauna – og rannsóknarverkefni  - VISKA - Evrópuverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda.

IÐAN fræðslusetur og  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hafa unnið að verkefninu Visible Skills of Adults (VISKA). Um er að ræða Erasmus KA3 tilrauna - og stefnumótunarverkefni sem FA og IÐAN stýra hér á landi fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Rannís hafði umsjón með mótun verkefnisins. Heildarfjármagn til verkefnisins er 1.8 milljónir Evra. Það dreifist á fjögur þátttökulönd sem auk Íslands eru Belgía, Írland og Noregur - en það er Skills Norway sem leiðir heildarverkefnið. VISKA beinir sjónum að því að efla starfshæfni innflytjenda með því að meta færni þeirra og auka þar með möguleika þeirra á því að fá störf við hæfi og hlúa þannig að félagslegri aðlögun. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í febrúar 2020.  Niðurstöður verkefnisins koma til með að nýtast við stefnumótun landanna í málaflokkunum.

Tilraunafasi verkefnisins hófst í byrjun október 2018 og lauk í júní 2019 sem var framkvæmd að öllu leyti hjá IÐUNNI fræðslusetri fyrir utan eitt verkefni sem fór fram hjá MMS á Suðurnesjum og fjallaði það um yfirfæranlega færni. Alls fóru 51 innflytjandi í gegnum tilraunafasa VISKA á Íslandi. Þátttakendur fóru í  mat á móti námskrá í húsasmíði, málaraiðn og matartækni. Einnig fór fram raunfærnimat á móti hæfniviðmiðum starfa í þernustörfum. Þar að auki fór fram raunfærnimat á móti yfirfæranlegri færni. Í VISKA var einnig prófað rafrænt færniskráningartæki sem hefur verið þróað af Evrópu sambandinu og kallast EU Skills profiling tool. Haldnir hafa verið 8 fundir með samráðshópi mennta- og menningamálaráðuneytisins og samráðshópi IÐUNNAR. Haldin verður landsráðstefna VISKA í húsakynnum IÐUNNAR fræðsluseturs, mánudaginn 27. janúar 2020. Takið daginn frá!

Jafnréttismál í iðn- og starfsnámi

Norræn skýrsla um um verkefni sem snúa að jafnréttismálum í iðn- og starfsnámi kom út í júní 2019. Markmiðið með verkefninu var að vekja máls á umræðunni um jafnrétti til iðnnáms óháð kyni. Sérstök áhersla var lögð á atvinnuumhverfi í iðn- og starfsnámi.

Íslenski verkefnahópurinn samanstóð af fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Jafnréttisstofu ásamt IÐUNNI fræðslusetri sem stýrði verkefninu fyrir Íslands hönd. Helstu niðurstöður sýna að fræðsla og markviss vinna um stöðu kynjanna í skólakerfinu og á vinnumarkaði þarf að stórbæta. Átaksverkefni eru mörg og beinast of að tiltekinni starfstétt. Til að ná árangri þarf að efla færni kennara, skólastjórnenda og tilsjónarmenn/meistara í atvinnulífinu á sviði jafnréttismála. Til þess þarf stuðla að kerfislægum breytingum og mætti til dæmis skylda kynjafræði kennaranámi og iðnmeistaranámi. Einnig mæti bjóða upp á mun öflugara símenntunarframboð á svið jafnréttismála og kynjafræði fyrir atvinnulífið.  Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild sinni.

Mat og viðurkenning á erlendri menntun og starfsreynslu

Frá 1.júlí 2018 til 31. júní 2019 voru alls afgreiddar 104 umsóknir um mat og viðurkenningu á erlendri menntun og starfsreynslu til menntamálastofnunar. Sem fyrr eru bygginga- og matvælagreinar vinsælustu greinarnar. Tæplega helmingur umsækjanda, eða alls 45 umsækjendur komu frá Póllandi.

Fyrirmyndarfyrirtæki í námsmannaskiptum

Á vormánuðum byrjaði IÐAN að veita EQAMOB viðurkenninguna vegna námsmannaskipta í Evrópu. Fyrirtæki sem uppfylla gæðaviðmið EQAMOB&CO (European Quality Assurance for in-company learning moblity for appretnices) fá afhent skírteini þess efnis ásamt markaðsefni. Til að uppfylla skilyrðin og teljast fyrirmyndarfyrirtæki í námsmannskiptum þurfa fyrirtæki að uppfylla fyrirframgefin viðmið eins og að námsfólk fái verkefni við hæfi samkvæmt samningi, fái leiðsögn og stuðning og að námsmannskiptin séu unnin í samvinnu við viðurkenndan Euro apprenticeship fræðsluaðila. Nánar um gæðakerfi EQAMOB.
KOL Restaurant – KH veitingar – AH pípulagnir – Grillmarkaðurinn – Fiskmarkaðurinn – Icelandair Natura og SATT  – Quest Hair, Beer and Whiskey Saloon – IKEA.

Sveinninn - umsýslukerfi námssamninga og sveinsprófa hjá IÐUNNI fræðslusetri

Á vor mánuðum hlaut IÐAN fræðslusetur styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til kortleggja og greina tölulegar upplýsingar um iðnnema í löggiltum iðngreinum frá árunum 2006-2018. Greina nánar þann hóp sem hefur staðfestan námsamning og lokið sveinsprófi.IÐAN hefur,frá árinu 2006, annast skráningu og utanumhald með námssamningum og sveinsprófum í 33 iðngreinum með sérstökum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í upplýsingakerfi IÐUNNAR liggja fyrir umfangsmiklar upplýsingar sem brýn ástæða er til að greina með skipulögðum hætti. Tilgangur verkefnisins er að kortleggja og draga upp heildstæða mynd af þeim gögnum sem IÐAN býr yfir og greina nánar efnisþætti og bakgrunnsbreytur til grundvallar frekari rannsóknum á þróun iðnnáms.

Vinnustaðanámssjóður