image description

Fyrirtækjaþjónusta

Á starfsárinu voru heimsótt 155 fyrirtæki um allt land og er því heildarfjöldi heimsókna, frá árinu 2011, kominn í 983 fyrirtæki.

Fyrirtækjaþjónustan hefur skapað sér ákveðinn sess hjá IÐUNNI. Í henni felst að náms- og starfsráðgjafi og sviðstjóri heimsækja fyrirtæki. Þar er farið yfir námsframboð IÐUNNAR, boðið upp á sérsniðin námskeið, raunfærnimat kynnt og boðið upp á einstaklingsviðtöl fyrir starfsfólk. Á síðasta starfsári voru 155 fyrirtæki heimsótt víðsvegar um landið. Hafa heimsóknirnar borið mikinn árangur þar sem margir einstaklingar hafa til dæmis sótt námskeið og farið í raunfærnimat í kjölfarið.

Mörgum virðist koma á óvart hve mikil og fjölbreytt starfsemi er í gangi hjá IÐUNNI og ljóst að þetta er hvatning til að nýta sér það sem í boði er. Fyrirtæki sem eiga aðild að IÐUNNI njóta umtalsverðrar niðurgreiðslu af kostnaði við námskeiðahald.

Ýmist eru það stjórnendur á vinnustað eða smærri hópar starfsmanna sem sitja slíkar kynningar. Þegar um fjölmenn fyrirtæki er að ræða er oft farið í fleiri en eina heimsókn, þá í ólíka deildir eða starfsstöðvar. Í lok kynningar er einstaklingum boðið að skrá sig í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa sem margir nýta sér. Niðurstaða slíkra viðtala getur verið að fara í raunfærnimat í viðkomandi faggrein, skrá sig á námskeið til að efla færni og ýmislegt fleira.

Eins og áður kom fram voru 155 fyrirtæki heimsótt á liðnu starfsári og heildarfjöldi heimsókna er kominn í 983. Þó skal tekið fram að einhver fyrirtæki hafa verið heimsótt oftar en einu sinni. 

Allar frekari upplýsingar um fyrirtækjaþjónustuna má finna á vef IÐUNNAR.


Fræðslustyrkir | Símenntun (tölfræði)