image description

Vinnustaðanámssjóður

Vinnustaðanámssjóður er starfræktur samkvæmt lögum nr. 71/2012 um vinnustaðanámssjóð. Markmið styrkja til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Styrkir til vinnustaðanáms eru veittir á grundvelli ákvörðunar um framlög á fjárlögum hvers árs. 

Markmiðið með styrkjunum er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að hefja og/eða ljúka því. Rétt til að sækja um styrk eiga fyrirtæki eða stofnanir sem bjóða vinnustaðanám sem fer fram samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár framhaldsskóla og hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila sem ber ábyrgð á námi nemanda á vinnustað. Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun hvað varðar hæfi til að annast nemendur í starfsnámi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Rannís að halda utan um umsóknarferlið og auglýsa styrkina haustið 2013. Styrkirnir eru auglýsir einu sinni á ári, yfirleitt í nóvember ár hvert. Árið 2018 fengu 136 fyrirtæki styrki fyrir 556 nema. Hér að neðan er hægt að sjá hvernig styrkirnir skiptust á iðngreina.

IðngreinNemarVikur
Bakaraiðn26956
Bifreiðasmíði266
Bifvélavirkjun451.343
Bílamálun7181
Blikksmíði4178
Bókband281
Framreiðsla591.724
Gull- og silfursmíði5135
Hársnyrtiiðn20502
Húsasmíði652.029
Húsgagnasmíði368
Kjólsaumur884
Kjötiðn13452
Klæðskurður321
Ljósmyndun124
Matreiðsla1765.879
Málaraiðn296
Múraraiðn5166
Pípulagnir24917
Prentsmíði (grafísk miðlun)481
Rennismíði4192
Skrúðgarðyrkjubraut114
Snyrtifræði20495
Stálsmíði12272
Vélstjórn19
Vélvirkjun44842
   
Samtals55616.807


Hlutverk IÐUNNAR er að staðfesta að vinnustaðurinn uppfylli skilyrði um nemaleyfi, að fyrir liggi staðfesting þess að neminn sé á námssamningi og í vinnustaðanámi. Að lokinni greiningu á umsóknum eru upplýsingar sendar til Rannís sem svarar umsækjendum. IÐAN annast síðan útborgun styrkja í umboði Rannís samkvæmt úthlutunarreglum. Að lokinni úthlutun sendir IÐAN yfirlit um afgreiðslu styrkja.

Sveinspróf | Ýmis verkefnavinna